Mótið um síðustu helgi (31. október og 1. nóvember)

Um síðustu helgi var taekwondo mót.

6 krakkar frá HK tóku þátt og stóðu þeir allir sig mjög vel. Allir kepptu í poomsae og Jón Kristinn, sem er með gula beltið, gerði sér lítið fyrir og vann flokkinn sinn (af ca 30 keppendum).

4 kepptu í sparring (bardaga).  Haraldur og Árni Björn unnu fyrsta bardagann sinn en stóðu sig báðir mjög vel í þeim seinni sem þeir þó töpuðu. Brynjar Logi vann tvo bardaga og keppti svo þriðja bardagann sinn uppá 1. eða 2. sæti, allan þann bardaga var hann annaðhvort 1 stigi yfir, jafn eða stigi undir og svo rétt í lokin náði andstæðingurinn nokkrum stigum yfir og vann bardagann.

Besti árangur krakkanna okkar var því.
Jón Kristinn Gull fyrir poomsae
Brynjar Logi Silfur fyrir sparring
Haraldur brons fyrir sparring
Árni Björn lenti einnig í 3-4 sæti í sparring og fékk brons
Við getum því verið rosalega stolt af krökkunum okkar, til hamingju með árangurinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband