Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Taekwondohelgi, jibbí:)

 

Föstudaginn 22. maí verður æfingahelgi í HK þar sem gist verður yfir eina nótt. Þetta byrjar allt á æfingu í íþróttahúsinu í Digranesi kl. 17:00-18:00 fyrir yngri hópinn og 18:00-19:00 fyrir eldri. Eftir það verður kvöldmatur og horft á video. Eftir það verður frjálst, þar sem krakkarnir geta spilað spil, farið í leiki, horft á taekwondo bardaga og fleira, við munum einnig æfa okkur að brjóta plastspýtur. Kl. 23:00 förum við síðan að sofa.

Við vöknum kl. 8:00 og þá er morgunmatur. Þá verður haldið innanfélagsmót þar sem krakkarnir keppa í poomse, sparring og þrautabraut.

 Það sem þarf að hafa með sér: Svefnpoka, dýnu, náttföt, tannbursta, taekwondo galla, handa- og fótahlífar fyrir þá sem eiga og endilega koma með eitthvað skemmtilegt spil. Helgin kostar 3500 kr.  

 

2-3 foreldrar verða helst að gista með okkur þessa helgi. Þeir sem hafa áhuga, endilega sendið póst á kopavogurtkd@gmail.com Foreldrarnir þurfa ekki að hjálpa með krakkana, þetta gekk alveg eins og í sögu seinast, heldur bara vera yfir nóttina sem öryggisatriði.

ATH!

Þeir sem vilja geta keypt handa og fótahlífar hjá Þorra og Tinnu.  Þær kosta 2000kr parið en nauðsynlegt er að vera með hlífar í sparring bardaga.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband