Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
Góður árangur HK krakka á mótinu um síðustu helgi
29.4.2009 | 09:12
Fimm nemendur HK kepptu á TSH bikarmótinu um helgina sem haldið var á selfossi og stóðu þau sig öll mjög vel. Einar Gunnar, Brynjar Logi og Jón Kristinn voru allir að keppa á sínu fyrsta móti. Brynjar og Jón Kristinn byrjuðu keppni í poomse og voru þeir kallaðir allra fyrst upp, gerðu þeir báðir krossinn með sparki en komust þeir þó ekki áfram enda við fjölmarga krakka að keppa á öllum aldri. Einar keppti bardaga 3 og brynjar strax á eftir í bardaga 4. Báðir bardagarnir voru mjög spennandi en enduðu á að andstæðingurinn vann með litlum stigamun.
Nikulás keppti sinn fyrsta bardaga ekki fyrr en nr. 30, þann bardaga vann nikulás fyrstu lotuna 5-0 og endaði bardaginn nikulási í hag 10-0. Næsti
bardagi Nikulásar endaði án þess að tíminn væri útrunninn heldur var hann stoppaður eftir að andstæðingurinn sparkaði mjög fast í kjálkann á Nikulási og vegna þess að það er bannað að sparka í höfuð í barnaflokkum þá var bardaginn dæmdur Nikulási í hag. Þá vann Arnar Eldon, sá sem Nikulás hefði átt að keppa til úrslita, sjálfkrafa vegna þess að Nikulás var dæmdur til þess að mega ekki keppa eftir höfuðsparkið. Nikulás endaði í 2.sæti.Á sunnudeginum voru fullorðnir að keppa og þar var einn nemandi okkar í minior flokk, Álfeheiður Kristín. Hún keppti í bæði poomse og sparring. Hún komst ekki áfram í poomse en fyrsti bardagi hennar var mjög skemmtilegur þar sem hún vann stúlku frá ármann með blátt belti og rauðri rönd, þar sem krafturinn og ákveðnin í Álfheiði sýndi sig. Annar bardagi hennar var einnig á móti stelpu með rauða rönd en tapaði Álfheiður þeim bardaga. Áfheiður endaði í 3.-4. Sæti með bronsið. Viljum við þakka ykkur sem kepptu fyrir mótið og getum við verið mjög stolt af ykkur. Kv. tinna maría og Þorri Birgir.
-43 kg barnaflokkur
1. Arnar Eldon - Björk
2. Nikulás Tumi Hlynsson - HK
3-4. Karel Bergman Gunnarsson - Keflavík
3-4. Dagný María Pétursdóttir - Selfoss
Konur -55 kg minior
1. Sveinborg Katla Daníelsdóttir - Þór
2. Edda Ágústsdóttir - Björk
3-4. Ylfa Rán Erlendsdóttir - Grindavík
3-4. Álfheiður Kristín Harðardóttir - HK
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Loksins, loksins
20.4.2009 | 08:58
Þá er Taekwondodeild HK komin með bloggsíðu.
Hér ætlum við að hafa upplýsingar um það sem er að gerast hjá félaginu ásamt myndum og einhverjum fróðleik.
Vonandi nota sem flestir sér síðuna.
Allar ábendingar vel þegnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)