Æfinga"helgi" föstudaginn 5. nóvember

Á morgun, föstudag verður æfinga"helgi" í taekwondo.

Hún hefst með sameiginlegri æfingu allra, bæði iðkenda í Kór og Snælandsskóla, í íþróttahúsi Snælandsskóla.  Hún hefst kl.16:00.

Að æfingu lokinni (kl. 17:00) er farið yfir í  Fagralund.  Þar verður borðað og horft á skemmtilega mynd.

Þegar allir eru orðnir saddir og sælir er farið aftur yfir í íþróttahús Snælandsskóla en þar verður gist um nóttina. Þeir sem eiga einhver skemmtileg spil sem margir geta spilað saman, eru endilega beðnir að koma með þau.

Á laugardagsmorgninum verður hollur og góður morgunverður á boðstólum.

Eftir morgunverð verður leikið og kl. 10:30 koma nokkrir iðkendur frá Aftureldingu í heimsókn og keppa í bardaga við nokkra HK-inga (Þorri hefur samband við þá sem keppa fyrir hönd HK).

Þeir sem ekki keppa í bardaga fylgjast með keppninni og hvetja sitt fólk (foreldrum er velkomið að koma líka og fylgjast með).

Iðkendur þurfa að taka með eftirfarandi fyrir gistinguna:

Sæng / svefnpoka og kodda

Vindsæng eða dýnu 

taekwondogalla (eða íþróttaföt)

náttföt

tannbursta, tannkrem og þvottastykki

Dagskrá lýkur rétt fyrir hádegi 6. nóvember.

Frekari upplýsingar hjá Ástu, asta@bhs.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband