Taekwondoæfingar í Snælandsskóla og Kórnum veturinn 2010-2011

Þá er farið að hausta og æfingar að hefjast í Taekwondo.
Æfingar í íþróttahúsi Snælandsskóla í vetur verða sem hér segir:
 
Yngri hópur (yngri en 10 ára):
Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 15:00-16:00
Eldri hópur (10 ára og eldri og/eða grænt belti og hærra):
Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16:00-17:00.
Æfingar í Snælandsskóla hefjast í dag, mánudag.
Æfingar í Kórnum verða sem hér segir:
Þriðjudagar:
Kl. 16:00-17:00
Föstudagar:
Kl. 15:00-16:00 
Ef æft er í Kórnum geta iðkendur bætt við þriðju æfingunni með því að koma á sameiginlega æfingu á miðvikudögum kl. 15:00 eða 16:00. 
Æfingar í Kórnum hefjast á morgun, þriðjudag, í sal A.
Þeir sem hafa áhuga á að æfa Taekwondo eru velkomnir á æfingar í vikunni.  Skráningar fara fram á hk.is, skráningarflipi er hægra megin á síðunni. 
Þeir sem eru ekki ákveðnir en langar að prófa eru velkomnir á æfingu í næstu viku.
Við hlökkum til að fá sem flesta til okkar í haust.
Kv.
Þjálfarar og stjórn taekwondodeildar

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan daginn,

Ég er mjög svekktur út í þessa æfingatöflu. Af hverju eru ekki lengur æfingar í Digranesskóla?

Eiga krakkar, ja, segjum 6-8 ára gamlir að fara einir úr Hjallahverfinu klukkan 15 niður í Snælandsskóla? Því flestir foreldrar eru jú að vinna til 16 eða 17. 

Ég er alveg viss um að HK á eftir að tapa iðkendum á þessu, og fá ekki mikla endurnýjun úr ákveðnu hverfum. 

Pétur Einarsson (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 13:58

2 Smámynd: Taekwondodeild HK

Sæll vertu

Þetta varð þrautalendingin hjá okkur að þessu sinni.  Við erum ekki með fleiri þjálfara og ætluðum okkur alltaf að vera í Kórnum, planið var að vera í Kórnum í fyrra en þá fengum við ekki æfingatíma þar og urðum að færa okkur yfir í Digranes.  Krakkar úr Snælandsskóla hafa þurft að sækja æfingar hjá Skólahljómsveitinni í Digranesi og í fótbolta í Fífunni og einhvern veginn hafa alltaf verið ráð með að koma þeim á staðinn.

Ef við fáum hins vegar nógu marga iðkendur sem hafa áhuga á Digranesi viljum við endilega skoða það fyrir næstu önn.

Kv.

Ásta Laufey, formaður taekwondodeildar HK

Taekwondodeild HK, 8.9.2010 kl. 11:33

3 identicon

Vil taka undir með Pétri.

Okkar strákur er mjög spenntur fyrir að koma á æfingar, en þessi æfingatími hentar ekki nógu vel, sérstaklega föstudagstímarnir.

Af hverju eru eldri krakkarnir ekki 15-16 og yngri síðar?  Eldri krakkarnir geta farið sjálfir en yngri ekki.  Við erum í Kórahverfinu.

Kveðja,

Arnar Björnsson

Arnar Björnsson (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband